Keith Andrews, stjóri Brentford, var ekki sáttur með dómgæsluna eftir 2-0 tap liðsins gegn Man City í enska deildabikarnum í kvöld.
Andrews vildi sjá rautt spjald fara á loft þegar Abdukodir Khusanov braut á Kevin Schade þegar hann var að sleppa í gegn en Khusanov slapp með gult spjald.
Andrews vildi sjá rautt spjald fara á loft þegar Abdukodir Khusanov braut á Kevin Schade þegar hann var að sleppa í gegn en Khusanov slapp með gult spjald.
„Ég tel að þetta sé rautt, dómararnir gerðu mistök. Ég er mjög fljótur að styðja þá því þetta er erfið vinna. Skýringin sem við fengum var sú að Schade hafi sparkað boltanum of langt frá sér eða frá markinu," sagði Andrews.
„Ég sé það alls ekki, sá það ekki þá og ekki eftir að hafa horft á þetta aftur. Hann er að fara í átt að marki. Þetta er biluð tækling, hann tekur hann alveg út. Ég sé ekkert annað en rautt spjald."
Athugasemdir


