Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. september 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
25. mark Kolbeins - Þarf eitt mark til að jafna Eið Smára
Kolbeinn Sigþórsson er kominn með 25 mörk
Kolbeinn Sigþórsson er kominn með 25 mörk
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski framherjinn Kolbeinn Sigþórsson skoraði 25. mark sitt fyrir landsliðið í 4-2 tapinu gegn Albaníu í gær.

Kolbeinn, sem er fæddur árið 1990, spilaði 52. landsleik sinn í gær og nýtti tækifærið er hann kom inná og jafnaði metin, 2-2.

Þetta var annað mark hans á nokkrum dögum en hann skoraði einnig í 3-0 sigrinum á Moldóvum.

Kolbeinn er kominn með 25 mörk en hann er nú einu marki frá því að jafna Eið Smára Guðjohnsen, sem er með 26 mörk og er markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi.

Eiður gerði 26 mörk í 88 landsleikjum en Kolbeinn hefur spilað töluvert færri leiki.

Gylfi Þór Sigurðsson er í þriðja sæti en hann er með 21 mark í 70 landsleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner