Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. september 2019 09:35
Magnús Már Einarsson
Samningamál De Gea dragast - Solskjær ennþá bjartsýnn
David de Gea.
David de Gea.
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn David De Gea hefur ekki ennþá skrifað undir nýjan samning við Manchester United en núverandi samningur hans rennur út næsta sumar.

De Gea má byrja að ræða við önnur félög í byrjun næsta árs en Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er bjartsýnn á að hann geri nýjan samning.

Manchester United ku hafa boðið De Gea á bilinu 350-375 þúsund pund í laun á viku í nýju samningstilboði.

„Ég vil að David verði áfram hér. Hann er besti markvörður í heimi og við höfum séð það í gegnum árin," sagði Solskjær á fréttamannafundi í dag.

„Ég vona að við getum tryggt að hann klári ferilinn í hæsta gæðaflokki með Man Utd. Það hafa verið ýmsar viðræður milli David og félagsins og vonandi náum við að klára þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner