Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fös 13. september 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær grínast með að skipta James út af eftir eina mínútu
Daniel James hefur byrjað tímabilið hjá Manchester United frábærlega síðan hann kom til félagsins frá Swansea í sumar.

James hefur skorað í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins á Old Trafford og hann verður í eldlínunni gegn Leicester á morgun.

Ef James skorar á morgun verður hann fyrsti leikmaðurinn til að skora í fyrstu þremur heimaleikjum sínum á Old Trafford síðan Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóri United, gerði slíkt hið sama á sínum tíma.

„Hann spilar bara fyrstu mínútuna og svo fer hann af velli," sagði Solskjær og hló.

Athugasemdir