Tottenham og Aston Villa mætast í 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Lundúnum klukkan 13:00 í dag.
Djed Spence byrjar hjá Tottenham í dag og þá er franski framherjinn Mathys Tel fremstur.
Randal Kolo Muani er í hópnum hjá Tottenham og gæti spilað sinn fyrsta leik, en hann og Richarlison eru báðir á bekknum.
Ollie Watkins er á bekknum hjá Aston Villa í dag, en hann meiddist smávægilega í landsleikjaverkefninu. Lamare Bogarde dettur einnig á bekkinn en inn koma þeir Amadou Onana og Evann Guessand. Harvey Elliott og Jadon Sancho eru þá báðir á bekknum.
Tottenham: Vicario, Spence, Romero, Van de Ven, Porro, Bentancur, Palhinha, Odobert, Simons, Kudus, Tel.
Aston Villa: Martinez, Digne, Torres, Konsa, Cash, Onana, Kamara, McGinn, Rogers, Guessand, Malen.
Athugasemdir