Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
   lau 18. október 2025 22:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Antony fór á kostum - Almada hetja Atletico
Mynd: EPA
Antony fór á kostum þegear Real Betis náði jafntefli gegn Villareal í spænsku deildinni í kvöld.

Tajon Buchanan kom Villarreal yfir undir lok fyrri hálfleiks. Alberto Moleiro bætti öðru markinu við eftir rúmlega klukkutíma leik.

Þá var komið að Antony. Hann minnkaði muninn stuttu eftir mark Moleiro þegar hann skoraði með viðstöðulausu skoti í fjærhornið fyrir utan teiginn.

Hann bjargaði síðan stigi fyrir Betis með marki þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Thiago Almada skoraði sigurmark Atletico Madrid gegn Osasuna. Hann skoraði með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Giuliano Simeone.

Villarreal er í 3. sæti með 17 stig eftir níu umferðir, Atletico Madrid er í 4. sæti með 16 stig eins og Betis sem er í 5. sæti og Osasuna er í 12. sæti með 10 stig.

Villarreal 2 - 2 Betis
1-0 Tajon Buchanan ('44 )
2-0 Alberto Moleiro ('64 )
2-1 Antony ('66 )
2-2 Antony ('90 )

Atletico Madrid 1 - 0 Osasuna
1-0 Thiago Almada ('69 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 9 7 1 1 24 10 +14 22
2 Real Madrid 8 7 0 1 19 9 +10 21
3 Villarreal 9 5 2 2 16 10 +6 17
4 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
5 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
6 Espanyol 9 4 3 2 13 11 +2 15
7 Elche 8 3 4 1 11 9 +2 13
8 Sevilla 9 4 1 4 16 14 +2 13
9 Athletic 8 4 1 3 9 9 0 13
10 Alaves 8 3 2 3 9 8 +1 11
11 Getafe 8 3 2 3 9 11 -2 11
12 Osasuna 9 3 1 5 7 9 -2 10
13 Levante 8 2 2 4 13 14 -1 8
14 Vallecano 8 2 2 4 8 10 -2 8
15 Mallorca 9 2 2 5 10 14 -4 8
16 Valencia 8 2 2 4 10 14 -4 8
17 Celta 8 0 6 2 7 10 -3 6
18 Girona 9 1 3 5 6 19 -13 6
19 Oviedo 9 2 0 7 4 16 -12 6
20 Real Sociedad 8 1 2 5 7 12 -5 5
Athugasemdir
banner
banner