Franski vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy hefur fengið aðvörun frá Real Madrid vegna meiðslavandræða sem hann hefur verið að glíma við undanfarið en það er Fichajes sem greinir frá þessu.
Þessi þrítugi varnarmaður hefur ekkert komið við sögu á þessu tímabili vegna meiðsla.
Meiðslasaga Mendy er löng en hann hefur misst að um það bil hundrað leikjum síðan hann kom frá Lyon árið 2019.
Fichajes segir Real Madrid hafa sent Mendy aðvörun að ef staðan á honum breytist ekki á næstu mánuðum muni það alvarlega íhuga að rifta samningi hans eftir tímabilið.
Mendy er samningsbundinn Madrídingum til 2028, en hann hefur spilað 201 leik í öllum keppnum á tíma sínum hjá félaginu.
Frakkinn er frændi Edouard Mendy sem leikur í marki Al Ahli og senegalska landsliðsins.
Athugasemdir