Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   sun 19. október 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Ben verður aðstoðarmaður Sigga Höskulds
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Benedikt Eiríksson hefur, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, verið ráðinn aðstoðarþjálfari Þórs fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni.

Hann verður þar aðstoðarmaður Sigurðar Höskuldssonar, aðalþjálfara liðsins. Þór vann Lengjudeildina í sumar og verður í Bestu deildinni á næsta tímabii, í fyrsta sinn í tólf ár. Eiður og Siggi þekkjast vel en þeir voru saman á UEFA Pro þjálfaranámskeiðinu.

Eiður er í dag annar af aðstoðarþjálfurum Breiðabliks og mun klára tímabilið í Bestu deildinni með Íslandsmeisturum síðasta árs. Í kjölfarið mun hann svo halda norður.

Hann er fæddur árið 1991 og hefur á sínum þjálfaraferli verið í teymi með Pétri Péturssyni hjá kvennaliði Vals, stýrt kvennaliði Fylkis, liði Þróttar Vogum til skamms tíma, verið aðstoðarþjálfari KA og nú síðustu tímabil verið hjá Breiðabliki.

Emil Pálsson hjá FH hefur verið orðaður við innkomu í þjálfarateymi Breiðabliks í stað Eiðs.
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Athugasemdir
banner
banner