Viktor Bjarki Daðason spilaði sinn fyrsta leik fyrir FC Kaupmannahöfn á föstudaginn þegar liðið tapaði 3-1 gegn Silkeborg í dönsku deildinni. Hann kom inn á í hálfleik í stöðunni 3-0 en hann lagði upp mark FCK.
Jacob Neestrup, þjálfari FCK, hrósaði Viktor í hástert eftir leikinn og sagði að hann hafi verið ljósið í myrkrinu.
Jacob Neestrup, þjálfari FCK, hrósaði Viktor í hástert eftir leikinn og sagði að hann hafi verið ljósið í myrkrinu.
Það birtist viðtal við Viktor á heimasíðu FCK eftir leikinn.
„Það er auðvitað frábært að spila sinn fyrsta leik fyrir þetta stórkostlega félag. Ég vildi frekar taka stigin þrjú," sagði Viktor.
„Við vorum 3-0 undir, þjálfarinn sagði mér að gefa allt í þetta, ég gerði það en kannski var það ekki nóg."
Viktor Bjarki er 17 ára gamall en hann gekk til liðs við FCK frá Fram á síðasta ári. Hann hafði verið í hóp í nokkrum leikjum á tímabilinu en fékk tækifærið á föstudaginn.
„Það var gaman en ég var bara að hugsa um að komast inn í leikinn, skora mörk til að komast inn í leikinn. Það var plús að ná stoðsendingu en það var ekki nóg."
„Ég ætla bara að halda áfram að leggja mig fram til að komast oftar í hópinn, fá fleiri mínútur og bæta mig," sagði Viktor Bjarki að lokum.
Athugasemdir