Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   sun 19. október 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane naut sín á miðjunni - „Var í sexunni, áttunni og tíunni"
Mynd: EPA
Harry Kane átti frábæran leik þegar Bayern lagði Dortmund í toppslag í þýsku deildinni í gær.

Honum var stillt upp fyrir aftan Nicolas Jackson en hann var mjög vinnusamur út um allan völl.

Hann skoraði fyrra markið og hóf sóknina, með langri sendingu fram, sem Michael Olise batt endahnútinn á og skoraði seinna markið í 2-1 sigri.

„Ég var í sexunni, áttunni og tíunni," sagði Kane léttur.

„Ég nýt þess. Fólk er vant því að sjá mig upp á topp og að skora mörk en ég get tekið meiri þátt svona. Ég komst á blað í dag sem er gaman en þetta snerist meira um að verjast og vinna seinni bolta."
Athugasemdir
banner