
Sonja Björg Sigurðardóttir er gengin í raðir Vals frá Þór/KA en þetta kemur fram í tilkynningu frá Val í dag.
Sonja er 19 ára gömul og var að klára annað tímabil sitt með meistaraflokki Þórs/KA. Hún hefur einnig leikið með Völsungi þar sem hún skoraði 14 mörk í 30 leikjum.
Hún lék 25 deildarleiki og skoraði 4 mörk á þessum tveimur tímabilum, en hún er nú er nú mætt á Hlíðarenda og gerir þar tveggja ára samning.
Fótbolti.net greindi frá því gær að Sonja væri líklega á förum frá Þór/KA og fékkst það staðfest með tilkynningu Vals í dag.
„Við erum ótrúleg ánægð með að hafa náð í Sonju sem er þrátt fyrir vera aðeins 19 ára gömul einn efnilegasti framherjinn í dag. Hún er kraftmikill sóknarmaður með einstaka hæfileika í að halda bolta, frábær í samspili við samherja og er beitt og örugg þegar kemur að því að klára í teignum. Við erum ótrúlega spennt að fá hana inn í þá spennandi vegferð sem við erum á í Val,“ segir Styrmir Þór Bragason varaformaður knattspyrnudeildar Vals.
Sonja er sjálf í skýjunum með að vera komin til Vals.
„Valur er stórt og mikið félag með mikla sögu. Þegar ljóst var að ég ætlaði að flytja suður og Valur hafði samband varð ég auðvitað mjög spennt. Þegar við settumst niður með forsvarsmönnum félagsins og fengum kynningu á því hvert félagið er að stefna var samhljómur í því. Hér eru margir mjög góðir leikmenn sem ég hlakka til að spila með,“ sagði Sonja við undirskrift.
Sonja á 5 landsleiki með U16 og U19 ára landsliðum Íslands.
Athugasemdir