Lokaumferðin í deildarkeppni MLS deildarinnar í Bandaríkjunum fór fram í gærkvöldi og í nótt.
Dagur Dan Þórhallsson kom inn á undir lokin í 4-2 tapi Orlando City gegn Toronto. Liðið mun spila gegn Chicago Fire í leik um sæti í úrslitakeppninni.
Dagur Dan Þórhallsson kom inn á undir lokin í 4-2 tapi Orlando City gegn Toronto. Liðið mun spila gegn Chicago Fire í leik um sæti í úrslitakeppninni.
Inter Miami hafnaði í 3. sæti Austurdeildarinnar. Lionel Messi skoraði þrennu í 5-2 sigri gegn Nashville.
Heung-min Son skoraði í 2-2 jafntefli LAFC gegn Colorado Rapids. Rob Holding var í byrjunarliði Colorado. LAFC hafnaði í 3. sæti Vesturdeildarinnar en Colorado hafnaði í 11. sæti og missti þar með af sæti í úrslitakeppninni.
Vancouver Whiitecaps tapaði 2-1 gegn FC Dallas. Thomas Muller skoraði mark Vancouver. Liðið hafnaði í 2. sæti Vesturdeildarinnar.
Athugasemdir