Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   sun 19. október 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Flick í banni í El Clasico
Mynd: EPA
Hansi Flick, stjóri Barcelona, verður í banni þegar liðið heimsækir Real Madrid í toppslag í spænsku deildinni um næstu helgi.

Barcelona vann dramatískan sigur gegn Girona í gær þar sem Ronald Araujo skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Tveimur mínútum áður fékk Flick tvö gul spjöld fyrir að rífa kjaft við dómarann og þar með rautt og hann tekur því út leikbann um næstu helgi í El Clasico.

Barcelona komst á toppinn í gær en Real Madrid getur endurheimt toppsætið með sigri gegn Getafe í dag.
Athugasemdir
banner