Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
sunnudagur 19. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
miðvikudagur 15. október
Evrópubikar kvenna
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
sunnudagur 31. ágúst
Besta-deild karla
sunnudagur 19. október
Úrvalsdeildin
Tottenham - Aston Villa - 13:00
Liverpool - Man Utd - 15:30
Division 1 - Women
Strasbourg W - PSG W - 13:00
Bundesligan
Freiburg - Eintracht Frankfurt - 13:30
St. Pauli - Hoffenheim - 15:30
Frauen
Bayer W - Wolfsburg W - 15:15
Union Berlin W 5 - 0 RB Leipzig W
Eintracht Frankfurt W 0 - 0 Werder W
Bayern W - Koln W - 14:00
Serie A
Genoa - Parma - 13:00
Cagliari - Bologna - 13:00
Milan - Fiorentina - 18:45
Atalanta - Lazio - 16:00
Como 2 - 0 Juventus
Serie A - Women
Napoli W 0 - 3 Roma W
Lazio W - Juventus W - 13:30
Inter W - Parma W - 16:00
Eliteserien
Ham-Kam - Valerenga - 15:00
KFUM Oslo - Kristiansund - 15:00
Molde - Sandefjord - 15:00
Stromsgodset - Fredrikstad - 17:15
Tromso - Viking FK - 12:30
Toppserien - Women
Bodo-Glimt W - Rosenborg W - 12:30
Honefoss W - Lyn W - 12:30
Kolbotn W - SK Brann W - 12:30
Roa W - Lillestrom W - 12:30
Stabek W - Valerenga W - 12:30
Úrvalsdeildin
Rubin - Baltica - 14:00
Sochi 0 - 1 Zenit
Dinamo - Akhmat Groznyi - 16:30
La Liga
Celta - Real Sociedad - 14:15
Levante - Vallecano - 16:30
Elche 0 - 0 Athletic
Getafe - Real Madrid - 19:00
Damallsvenskan - Women
Brommapojkarna W 0 - 1 Hacken W
Norrkoping W - Rosengard W - 13:00
Pitea W 1 - 0 Kristianstads W
Vittsjo W - Hammarby W - 14:00
Elitettan - Women
Sunnana W 0 - 0 Bollstanas W
sun 19.okt 2025 10:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

UTAN VALLAR: Hverjar yrðu fjárhagslegar afleiðingar af falli KR?

KR er komið í krappan dans við falldrauginn í Bestu deild karla. Hvaða fjárhagslegu afleiðingar myndi það hafa fyrir KR ef félagið fellur niður um deild?

Launakostnaður KR síðustu árin.
Launakostnaður KR síðustu árin.
Mynd/UTAN VALLAR
Samsetning skulda KR síðustu árin.
Samsetning skulda KR síðustu árin.
Mynd/UTAN VALLAR
Skuldahlutfall KR síðustu árin.
Skuldahlutfall KR síðustu árin.
Mynd/UTAN VALLAR
Mynd/UTAN VALLAR

Greinin var einnig birt á utanvallar.is

Tekjumunurinn á Bestu deild karla og Lengjudeild karla
Tekjumunurinn á Bestu deild karla og Lengjudeildinni er rúmlega 57 milljónir króna. Hér er um að ræða annars vegar greiðslur sem félög fá frá Íslenskum Toppfótbolta vegna sjónvarps- og tölfræðiréttinda, eitthvað í kringum 21 milljón króna. Hins vegar er um að ræða samstöðubætur frá UEFA til félaga sem komast ekki inn í félagsliðakeppnir UEFA, en þær greiðslur eru orðnar hátt í 36 milljónir króna. Til samanburðar má nefna að rekstrartekjur KR voru í fyrra 384,5 milljónir króna. Þar að auki má velta fyrir sér hvernig tekjur af til dæmis miðasölu og augýsingum breytast, en það er þó erfiðara að lesa í það.

Launakostnaður
Launakostnaður KR hefur farið vaxandi síðustu árin og hlutfall þess af rekstrartekjum var 65,5% árið 2024. Nær allur launakostnaðurinn eru verktakagreiðslur en einungis 1 stöðugildi er hjá knattspyrnudeild KR sem er þá væntanlega framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar. 

Skuldastaða KR
Skuldir KR hafa hækkað síðustu árin og stóðu í tæpum 150 milljónum kr. á síðasta ári. Stærsti hluti þess eru viðskiptaskuldir og víkjandi lán. Þá var hlutfall skulda af eignum 150,8% í árslok 2024 en það lækkaði þó á milli ára. Knattspyrnudeild KR tók óverðtryggt langtímalán á síðasta ári en árlegar afborganir af því eru tæplega 1,1 milljón króna. Þar að auki er KR með yfirdrátt upp á rúmlega 21 milljón króna en hann hækkaði um 3,7 milljónir króna á milli ára. Skuldastaða knattspyrnudeildarinnar er því ekki í frábærum málum.

Fjárhagsstaðan
Eigið fé KR var neikvætt upp á tæplega 50,5 milljónir króna á síðasta ári en mikill taprekstur hefur verið á knattspyrnudeildinni síðustu árin. Knattspyrnudeildin var þó rekin með hagnaði upp á 11,7 milljónir króna í fyrra og handbært fé hækkaði um hátt í 16 milljónir króna og stóð í 19,4 milljónum króna í árslok 2024. Á sama tíma jukust skuldir um 28 milljónir króna en skuldahlutfallið minnkaði þó á milli ára eins og komið hefur fram.

Verður KR gjaldþrota?
KR hefur mátt muna fífil sinn fegurri. Ef félagið fellur niður úr Bestu deild karla kemur það ekki til með að gera fjárhagsstöðuna betri en mögulega mun það hreyfa við velunnurum félagsins. Í ljósi fjárhagsstöðu knattspyrnudeildarinnar hljóta velefnaðir Vesturbæingar að hlaupa undir bagga og bæta upp tekjumissinn sem félagið verður af ef það fellur niður úr Bestu deild karla.


Athugasemdir