Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   sun 19. október 2025 10:20
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea leiðir kapphlaupið um Rogers - Real Madrid setur saman þriggja manna lista
Powerade
Morgan Rogers til Chelsea?
Morgan Rogers til Chelsea?
Mynd: EPA
Ibrahima Konate er einn af þeim þremur sem Real Madrid skoðar
Ibrahima Konate er einn af þeim þremur sem Real Madrid skoðar
Mynd: EPA
Madrídingar eru í miðvarðaleit og munu benda á þann sem að þeim þykir bestur, Chelsea er á eftir Morgan Rogers og Forest er í leit að nýjum stjóra. Fáir en góðir molar í Powerade-slúðurpakkanum á þessum ágæta sunnudegi.

Chelsea er talið leiða kapphlaupið um Morgan Rogers (23), leikmann Aston Villa. (Caught Offside)

Real Madrid hefur sett saman lista sem inniheldur möguleg skotmörk til að styrkja vörnina á næstu leiktíð. Marc Guehi (25), fyrirliði Crystal Palace, Dayot Upamecano (26) hjá Bayern og Ibrahima Konate (26) hjá Liverpool eru allir á listanum, en allir verða samningslausir á næsta ári. (Talksport)

Man City, Chelsea, Liverpool og Arsenal hafa öll áhuga á Ian Subiabre (18), vængmanni River Plate í Argentínu, en það er fastlega gert ráð fyrir því að hann fari í ensku úrvalsdeildina á næsta ári. (TBR)

Nottingham Forest er enn að íhuga að fá Marco Silva, stjóra Fulham, til að taka við liðinu. Sean Dyche og Roberto Mancini eru aðrir kostir sem Forest er að skoða til að taka við keflinu af Ange Postecoglou, en varast þó að fá Silva vegna 8 milljóna klásúlu í samningi hans. (Guardian)

Brasilíski sóknarmaðurinn Endrick (19) hefur áhuga á því að fara til Marseille, en spiltími hans hjá Real Madrid hefur verið af skornum skammti. (L'Equipe)

Tottenham leiðir baráttuna um serbneska framherjann Dusan Vlahovic (25), sem er á mála hjá Juventus á Ítalíu. Chelsea og Man Utd eru einnig í baráttunni. (Football Insider)

Chelsea er að íhuga að virkja endurkaupsákvæði í samningi Diego Moreira (21) sem er á mála hjá Strasbourg. Bæði félög eru í eigu BlueCo. (TBR)

Real Madrid er að fylgjast með stöðu hins 17 ára gamla Gilberto Mora, sem leikur með Tijuana í heimalandinu. (AS)
Athugasemdir
banner