Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. október 2019 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal með átján ára miðjumann undir smásjánni
Orkun Kokcu gegn Rangers í Evrópudeildinni.
Orkun Kokcu gegn Rangers í Evrópudeildinni.
Mynd: Getty Images
Arsenal sýndi Orkun Kokcu fyrst áhuga í desember fyrir tæpu ári síðan.

Greint er frá því í erlendum miðlum að áhuginn sé enn til staðar og nú íhugar Arsenal að bjóða 20 milljónir punda í Tyrkjan unga.

Þessi átján ára miðjumaður hefur vakið athygli fleiri stórliða með frammistöðu sinni á leiktíðinni. Hann hefur leikið með aðalliði Feyenoord á tímabilinu og með bæði yngri landsliðum Tyrklands og Hollands.

Kokcu er af tyrknesku bergi brotinn en fæddist í Hollandi. Hann kom í gegnum yngstu flokkana hjá Groningen en gekk í raðir Feyenoord árið 2014, þá fjórtán ára gamall.

Kokcu hefur skorað þrjú mörk í 11 deildarleikjum fyrir aðallið Feyenoord.
Athugasemdir
banner