fim 10. október 2019 14:56
Elvar Geir Magnússon
Gerir Man City janúartilboð í Ruben Dias?
Ruben Dias.
Ruben Dias.
Mynd: Getty Images
Manchester City íhugar að gera janúartilboð í varnarmanninn Ruben Dias hjá Benfica.

Vörnin hefur verið vandamál hjá City á þessu tímabili og óvæntir tapleikir gegn Norwich og Wolves gera það að verkum að Liverpool er með átta stiga forystu.

City fyllti ekki skarð Vincent Kompany og langtímameiðsli Aymeric Laporte er erfiður biti að kyngja en hann er frá út árið vegna liðbandameiðsla.

Enski varnarmaðurinn John Stones hefur einnig verið á meiðslalistanum en er væntanlegur til baka síðar í þessum mánuði.

Miðjumaðurinn Fernandinho hefur þurft að fylla í skarðið í vörninni og leikið við hlið Nicolas Otamendi.

Manchester City skoðar hvað félagið getur gert þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Hinn 22 ára Dias er miðvörður sem kemur úr unglingastarfi Benfica og er samningsbundinn til 2024 en hann á þrettán landsleiki með Portúgal.

Fleiri félög hafa sýnt honum áhuga í gegnum tíðina; þar á meðal Juventus, Atletico Madrid, Lyon og Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner