Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   mið 17. desember 2025 19:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Newcastle og Fulham: Fyrsti byrjunarliðsleikur Wissa
Mynd: Newcastle
Newcastle fær Fulham í heimsókn í enska deildabikarnum í kvöld. Yoane Wissa er í byrjunarliði Newcastle í fyrsta sinn en hann hefur verið að berjast við meiðsli síðan hann gekk til liðs við félagið frá Brentford í sumar.

Það eru alls sex breytingar á liði Newcastle sem tapaði í grannaslagnum gegn Sunderland um síðustu helgi.

Það eru fjórar breytingar á liði Fulham sem vann Burnley 3-2 um síðustu helgi. Benjamin Lecomte kemur í markið fyrir Bernd Leno. Þá eru Calvin Bassey, Alex Iwobi og Samuel Chukwueze farnir á Afríkumótið og Jorge Cuenca, Sasa Lukic og Kevin koma inn fyrir þá.

Newcastle: Ramsdale, Livramento, Schar, Thiaw, Murphy, Guimaraes, Miley, Ramsey, Barnes, Willock, Wissa.
Varamenn: Ruddy, Joelinton, Tonalim Gordon, Elanga, Woltemade, A. Murphy, Shahar, Neave.

Fulham: Lecomte; Tete, Andersen, Cuenca, Robinson; Berge, Lukic; Wilson, Smith Rowe, Kevin; Jimenez.
Varamenn: Leno, Castagne, Diop, Reed, Cairney, King, Ridgeon, Traore, Kusi-Asare.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner