Kristinn Jónsson hefur framlengt samning sinn við Breiðablik, skrifar undir eins árs framlengingu á núgildandi samningi.
Kristinn er 35 ára vinstri bakvörður, uppalinn Bliki sem sneri aftur í Breiðablik fyrir tímabilið 2024 eftir veru í Vesturbænum. Hann er níundi leikjahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks og hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla og einn bikartitil sem leikmaður félagsins.
Hann ræddi við Fótbolta.net á Hilton hótelinu í Strasbourg, en annað kvöld fer fram leikur Strasbourg og Breiðabliks. Hann opinberaði í viðtalinu að hann hefði verið í viðræðum við annað félag.
Kristinn er 35 ára vinstri bakvörður, uppalinn Bliki sem sneri aftur í Breiðablik fyrir tímabilið 2024 eftir veru í Vesturbænum. Hann er níundi leikjahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks og hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla og einn bikartitil sem leikmaður félagsins.
Hann ræddi við Fótbolta.net á Hilton hótelinu í Strasbourg, en annað kvöld fer fram leikur Strasbourg og Breiðabliks. Hann opinberaði í viðtalinu að hann hefði verið í viðræðum við annað félag.
„Ég er búinn að gera eins árs samning við Breiðablik."
„Já, ég get verið hreinskilinn með það að ég tók mér langan tíma í að hugsa þetta og það var annar möguleiki í boði sem ég var að pæla í. Það hefur svo sem aldrei verið markmiðið að klára þetta í Breiðabliki, en hér á ég dálítið heima, líður vel og erfitt að fara í eitthvað annað."
„Þetta var annað félag í Bestu deildinni og fór nokkuð langt."
„Breiðablik er niðurstaðan og ég er hrikalega spenntur fyrir því að taka heilt undirbúningstímabil á næsta ári og vera í aðeins betra standi í byrjun móts heldur en ég var þegar ég kem inn í mitt mót á þessu ári," segir Kristinn.
Hann missti af fyrstu mánuðum Íslandsmótsins og kom alls við sögu í 15 leikjum í Bestu deildinni á tímabilinu.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir

























