lau 12. október 2019 20:17
Brynjar Ingi Erluson
Larsson og Kuyt að taka við Southend
Mynd: Getty Images
Sænski þjálfarinn Henrik Larsson er að taka við Southend United en liðið er í 22. sæti í ensku C-deildinni.

Kevin Bond var rekinn frá Southend í júlí og hefur Garry Waddock verið bráðabirgðastjórinn á meðan félagið hefur leitað að eftirmanni Bond.

Enskir miðlar greina frá því í kvöld að Henrik Larsson, fyrrum þjálfari Helsingborg, er að taka við liðinu.

Dirk Kuyt, fyrrum leikmaður Liverpool og Feyenoord, verður aðstoðarmaður hans.

Á dögunum birtust fréttir af því að Kuyt, Larsson og Dennis Bergkamp væru í viðræðum um að kaupa enska félagið Wycombe Wanderers en Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, er aðstoða við kaupin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner