Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   fös 18. október 2019 17:30
Elvar Geir Magnússon
Styttist í endurkomu Troy Deeney
Quique Sanchez Flores, stjóri Watford, segir að fyrirliðinn Troy Deeney gæti snúið aftur til baka fyrir lok næsta mánaðar.

Deeney er kominn á næsta stig endurkomunnar og er farinn að hlaupa eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné í ágúst.

Hann spilaði í gegnum sársaukann í fyrstu tveimur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar.

Watford situr í botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins þrjú stig úr átta leikjum.

Liðið mætir Tottenham á laugardaginn en Etienne Capoue, Sebastian Prodl og Isaac Success verða allir fjarri góðu gamni í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner