Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   mið 17. desember 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Araujo búinn að jafna sig andlega - Fór í pílagrímsferð til Ísraels
Mynd: EPA
Ronald Araujo er mættur aftur til æfinga hjá Barcelona og samkvæmt spænskum fjölmiðlum setur hann stefnuna á að snúa aftur út á völlinn í fyrsta leiknum á nýju ári.

Barcelona samþykkti beiðni Araujo um að fá frí til að jafna sig andlega eftir að hann fékk rauða spjaldið í tapi gegn Chelsea í Meistaradeildinni. Hann hafði fengið mikla gagnrýni.

„Þetta er einkamál, ég vil ekki segja meira. Ég væri mjög þakklátur ef þið getið virt það. „Hann hefur fengið mikla gagnrýni og ég tel að hún sé ekki sanngjörn," sagði Hansi Flick, stjóri Barcelona, eftir að Araujo fékk leyfið.

Barcelona mætir grönnum sínum í Espanyol þann 3. janúar og þá setur úrúgvæski landsliðsmaðurinn stefnuna á að snúa aftur í leikdagshópinn.

Araujo nýtti fríið til að fara í trúarlega pílagrímsferð til Ísraels þar sem hann heimsótti Tel Aviv og Jerúsalem. Í jólafríinu hyggst Araujo ferðast til Úrúgvæ til að eyða hátíðunum með fjölskyldu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner