Sparkspekingurinn Graeme Souness hefur ekki hikað við að gagnrýna Manchester United, sérstaklega undir stjórn Rúben Amorim.
„Manchester United er enn bara miðlungslið. Félagið hefur góða leikmenn eins og Matheus Cunha og Bryan Mbeumo en restin eru bara meðalleikmenn og ég sé liðið ekki komast í topp fjóra," segir Souness.
„Manchester United er stærsta félag í breskum fótbolta og kannski annað eða þriðja stærsta félag heimsfótboltans. En það er að ganga í gegnum erfiðan kafla."
„Manchester United er enn bara miðlungslið. Félagið hefur góða leikmenn eins og Matheus Cunha og Bryan Mbeumo en restin eru bara meðalleikmenn og ég sé liðið ekki komast í topp fjóra," segir Souness.
„Manchester United er stærsta félag í breskum fótbolta og kannski annað eða þriðja stærsta félag heimsfótboltans. En það er að ganga í gegnum erfiðan kafla."
„Þeir þurfa að komast aftur í Meistaradeildina af augljósum ástæðum; til að styrkja sig fjárhagslega og geta keypt betri leikmenn, til að geta laðað að stóra leikmenn."
Souness segir að miðsvæðið hjá United sé ekki nægilega öflugt,
„Bruno Fernandes er með framúrskarandi sköpunarmátt. Það er búið að eyða háum fjárhæðum í Manuel Ugarte og borgað Casemiro háar fjárhæðir. En á síðasta ári seldu sinn besta leikmann, Scott McTominay. Hann er betri en hinir tveir."
McTominay er uppalinn hjá Manchester United en var seldur til Napoli sumarið 2024, þegar Erik ten Hag var stjóri United. Hann hefur síðan slegið í gegn á Ítalíu og var valinn besti leikmaður deildarinnar þegar hann hjálpaði Napoli að vinna titilinn.
Athugasemdir




