banner
   fös 08. nóvember 2019 22:02
Magnús Már Einarsson
Rúnar Alex fékk höfuðhögg - Óvíst með landsleikina
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Dijon, varð að hætta þátttöku á æfingu liðsins í dag eftir að hafa lent í samstuði við liðsfélaga.

Rúnar Alex fékk höfuðhögg og læknar liðsins hafa ákveðið að hann taki sér tveggja daga frí frá æfingum í kjölfarið.

Þetta þýðir að Rúnar Alex verður ekki í hóp hjá Dijon gegn Mónakó á morgun en hann hefur verið á bekknum hjá liðinu undanfarnar vikur.

Franskir fjölmiðlar segja að Rúnar Alex fari í frekari skoðanir á næstu dögum en hann gæti neyðst til að draga sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Tyrklandi og Moldóvu.

Rúnar Alex varð að draga sig úr landsliðshópnum gegn Frakklandi og Andorra í síðasta mánuði þar sem hans fyrsta barn var að koma í heiminn. Þá leysti Ingvar Jónsson hann af hólmi í landsliðshópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner