Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 10. nóvember 2019 10:33
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal í viðræðum við Enrique - Zaha aftur til Man Utd?
Powerade
Luis Enrique gæti tekið við Arsenal
Luis Enrique gæti tekið við Arsenal
Mynd: Getty Images
Það er komið að slúðurpakka dagsins á þessum fína sunnudegi en hér fyrir neðan má sjá það allra helsta.

Arsenal er í viðræðum við Luis Enrique, fyrrum þjálfara Barcelona og spænska landsliðsins, um að taka við liðinu af Unai Emery. (El Confidencial)

Manchester United er að undirbúa tilboð í Wilfried Zaha, leikmann Crystal Palace, en hann var á mála hjá United frá 2013 til 2015 þar sem hann lék aðeins 4 leiki. (Sun)

Bayern München er þá að íhuga tilboð í þýska markvörðinn Bernd Leno sem leikur með Arsenal. (Sun)

Tottenham er reiðubúið að leggja fram 50 milljón punda tilboð í Memphis Depay, leikmann Lyon í Frakklandi. (Mirror)

Chelsea ætlar að kaupa Sergej Milinkovic-Savic frá Lazio í janúar en hann er efstur á blaði í janúar ef félagið nær að fella niður félagaskiptabannið. (Mirror)

Chelsea vill 5 milljónir punda fyrir Olivier Giroud ef félög hafa áhuga á að kaupa hann í janúar. (Express)

Paris Saint-Germain er að hefja viðræður við franska framherjann Kylian Mbappe en þó er ekkert formlegt boð á borðinu. (L'Equipe)

Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, mun ekki leyfa Dejan Lovren að yfirgefa féalgið í janúar. (Football Insider)

Juventus gæti boðið Manchester United að fá Mario Mandzukic, Emre Can, Daniele Rugani og Blaise Matuidi í skiptum fyrir Paul Pogba. (Tuttosport)

Giovanni van Bronckhorst gæti tekið við New York City FC í MLS-deildinni en það er systurfélag Manchester City. Enska félagið sér van Bronckhorst sem eftirmann Pep Guardiola þegar hann ákveður að yfirgefa City. (Mirror)

Everton er opið fyrir því að selja hollenska markvörðinn Maarten Stekelenburg í janúar en samningur hans rennur út næsta sumar. (Football Insider)

Wolves er þá að ganga frá kaupum á Nigel Lonwijk frá PSV en þessi 17 ára varnarmaður mun kosta Wolves 200 þúsund pund. (ED)

UEFA er þá að skoða það að hafa úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2024 í Bandaríkjunum en það yrði í fyrsta sinn sem úrslitaleikurinn yrði spilaður utan Evrópu (Morning Consult)
Athugasemdir
banner
banner
banner