Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 22. nóvember 2019 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea hefur áhuga á liðsfélaga Arnórs og Harðar
Fedor Chalov.
Fedor Chalov.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur verið að fylgjast með Fedor Chalov, sóknarmanni CSKA Moskvu í Rússlandi. Þetta segir Sky Sports.

Hjá CSKA er Chalov liðsfélagi íslensku landsliðsmannanna Arnórs Sigurðssonar og Harðar Björgvins Magnússonar.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er talinn vera mikill aðdáandi landa síns og Chelsea er sagt hafa áhuga ef félagið kemst úr félagaskiptabanni í næsta mánuði.

Chelsea gat ekki keypt neina leikmann síðasta sumar eftir að hafa verið dæmt í tveggja félagaskiptagluggabann. Félagið var dæmt fyrir að hafa brotið reglur með samninga á ungum leikmönnum.

Lundúnafélagið stendur núna í áfrýjunarferli og mun fá að vita það á næstu 2-3 hvort að áfrýjunin gengur upp.

Crystal Palace hefur einnig áhuga á hinum 21 árs gamla Chalov og er tilbúið að borga svo mikið sem 25 milljónir punda í janúar fyrir hann. Palace reyndi að kaupa hann síðasta sumar.

CSKA er sagt vera að undirbúa brottför Chalov í janúar, en hann er búinn að skora fimm mörk í 16 deildarleikjum á tímabilinu. Hann skoraði 15 mörk í 30 deildarleikjum á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner