Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. nóvember 2019 00:19
Hafliði Breiðfjörð
Bose mótið: Kristín Erna skoraði fyrir KR í sigri
Guðmunda Brynja Óladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru bestu leikmenn sinna liða í kvöld og fengu verðlaun frá Bose.
Guðmunda Brynja Óladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru bestu leikmenn sinna liða í kvöld og fengu verðlaun frá Bose.
Mynd: Origo
Keflavík 2 - 3 KR
0-1 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('25)
1-1 Natasha Anasi ('42)
2-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('47)
2-2 Betsý Hassett ('63)
2-3 Hildur Björg Kristjánsdóttir ('89)

KR vann 2 - 3 sigur á Keflavík þegar liðin mættust í 2. umferðinni í Bose-móti kvenna í kvöld.

Leikið var í Reykjaneshöllinni en bæði lið höfðu tapað stórt í fyrstu umferðinni, Keflavík gegn FH og KR gegn Val.

Kristín Erna Sigurlásdóttir leikmaður ÍBV spilaði með KR í kvöld og það var hún sem skoraði fyrsta mark leiksins á 25. mínútu.

Keflavík jafnaði með marki Natasha Anasi og staðan í hálfleik 1-1.

Sveindís Jane Jónsdóttir er líklega á förum frá Keflavík eftir að liðið féll úr Pepsi Max-deildinni en hefur ekki enn valið sér lið og er enn hjá Keflavík. Hún kom liðinu í 2-1 strax í upphafi síðari hálfleiks.

Betsy Hassett jafnaði metin eftir klukkutíma leik og Hildur Björg Kristjánsdóttir skoraði sigurmark í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner