Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. desember 2019 18:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Systir Ronaldo lætur Van Dijk heyra það
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Katia Aveiro, systir Cristiano Ronaldo, hefur látið Virgil van Dijk, varnarmann Liverpool, heyra það.

Van Dijk var í gær valinn næstbestur á Ballon D'or verðlaunahátíðinni á eftir Lionel Messi. Ronaldo var í þriðja sæti, en Van Dijk, sem hefur átt stórkostlegt ár með Liverpool, sagði um Ronaldo: „Kom hann til greina sem sigurvegari?"

Katia, systir Ronaldo, tók ekkert alltof vel í þetta og lét gamminn geisa á samfélagsmiðlinum Instagram.

„Kæri Virgil, það sem þú stefnir að, það hefur Cristiano gert þúsund sinnum," skrifaði Katia. „Sjáðu til, minn kæri Virgil, Cristiano Ronaldo var þrefaldur meistari í landinu sem þú hefur spilað í í mörg ár og ekki enn unnið titilinn."

„Cristiano Ronaldo var líka besti leikmaðurinn og markahæstur í landinu sem þú spilar í Virgil. Hann var líka yngri en þú."

„Svo, kæri Virgil, fór Cristiano Ronaldo á aðra staði og varð besti fótboltamaður sögunnar."

„Real Madrid, segir það þér eitthvað Virgil? Kannski, vegna þess að með þennan Cristiano gæa, þá vann Real Madrid þig og þitt lið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ronaldo hefur nú þegar unnið Meistaradeildina fimm sinnum."

„Og þessi gæi Ronaldo, og liðsfélagar, burstu ykkur Hollendinga í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar. Var það erfitt Virgil? Við sýnum samúð."

„Og kæri Virgil, á einu slakasta ári ferilsins, þá hefur Cristiano unnið fleiri titla en þú. Stórkostlegt, er það ekki?"

„Farðu að vinna einhverja titla sem skipta einhverju máli og þá förum við að tala saman. Þegar þú ert búinn að vinna nokkra af þeim mikilvægu, þá geturðu kannski setið við sama borð og Cristiano. Í mínum augum, Cristiano þá ertu bestur og verður alltaf bestur í heimi."

Van Dijk útskýrði ummæli sín á Twitter er hann svaraði Piers Morgan. Hann sagðist hafa verið að grínast.

„Ef þú myndir hlusta á allt viðtalið þá myndirðu vita að ég var að grínast, og ég ber ekkert nema virðingu fyrir þessum tveimur," sagði Van Dijk.

View this post on Instagram

Acho que há pessoas a viver completamente frustradas!!! E fora da realidade... A tal humildade! Repórter: "Cristiano Ronaldo não estará cá esta noite. É menos um rival a ter em conta." Van Dijk: " É Cristiano Ronaldo realmente um rival?" Foi esta a resposta do central holandês do Liverpool, quando confrontado sobre a ausência do astro português da gala desta noite. É certo e sabido que Ronaldo não ganhará o prémio desta noite. Apesar de ter vencido importantes títulos colectivos...mas isso é outra conversa e que lá na frente iremos ver onde vai chegar a verdade sobre o futebol !!! Agora, caro Virgil, para onde tu vais, Cristiano Ronaldo já foi e já veio mil vezes . Vê lá bem, meu caro Virgil, que o Cristiano Ronaldo foi tri-campeão no país onde tu já jogas há anos e ainda não conseguiste meter a mão na "lata". O Cristiano Ronaldo até foi o melhor jogador e melhor marcador no país onde jogas Virgil. Por sinal, era até bem mais jovem que tu. Depois, caro Virgil, o Cristiano Ronaldo foi para outras paragens e tornou-se no maior jogador da história de um clubezito. Real Madrid, diz-te algo Virgil? É possível que sim, porque esse clube, com esse tal Cristiano até te derrotaram na final de uma tal de Champions League. Dessas, já o Ronaldo tem 5, Virgil. E esse tal Ronaldo e companheiros, com as quinas ao peito, esmagaram a tua "laranja" numa final. Foi duro, Virgil? Temos pena. E, caro Virgil, numa das épocas menos conseguidas da sua carreira, o Cristiano Ronaldo ainda venceu mais títulos que tu. Impressionante, não é? Agora, Virgil, vai vencer títulos daqueles que realmente contam e depois falamos. Quando tiveres uma mão cheia deles, dos realmente importantes, talvez te possas sentar à mesa com o Cristiano. Ou como se diz na nossa terra, cresce e aparece! E para mim @cristiano és e serás para sempre o melhor jogador do mundo!!! E quem não gosta que ponha na roda do prato !!!😂❤️❤️❤️( como se diz na nossa terra ,pequenina para muitos ) mas de onde saiu o melhor de todos os tempos...#assinoembaixoluisfaria #cr7n1 #Eotrabalhocontinua #respostastánahistoriaenomuseu #orgulhodomeurei #Deusnocomando

A post shared by Katia Aveiro (@katiaaveirooficial) on



Athugasemdir
banner
banner
banner