Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 05. desember 2019 18:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Smalling: Forsíðan særandi - Ritstjórar verða að axla ábyrgð
Mynd: Getty Images
Í morgun vakti Roma athygli á forsíðu Corriere dello Sport.

Á forsíðunni var mynd af bæði Chris Smalling og Romelu Lukaku en þeir mætast á vellinum annað kvöld þegar Roma og Inter mætast í ítölsku Seríu A.

Chris Smalling setti færslu inn á Twitter reikning sinn til að vekja enn frekar athygli á því hversu taktlaus forsíðan væri, færsla Smalling er lauslega þýdd hér að neðan.

„Ég vildi að ég gæti einbeitt mér að fullu að stórleiknum á morgun. Það er nauðsynlegt að ég komi inn á það sem gerðist í morgun, það var rangt og mjög særandi," skrifaði Smalling.

„Ég vona að þeir ritstjórar sem stjórna því að þessi fyrirsögn birtist axli ábyrgð og skilji stöðu sína og aflið sem þeir hafa með því að birta hluti fyrir lesendur, orð þeirra hafa áhrif."

„Takk fyrir stuðninginn Roma!"



Athugasemdir
banner
banner