Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. desember 2019 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skotland: Celtic deildabikarmeistari - Áttu eina tilraun á markið
Gerrard, þjálfari Rangers, svekktur.
Gerrard, þjálfari Rangers, svekktur.
Mynd: Getty Images
Celtic er deildabikarmeistari í Skotlandi eftir sigur á erkifjendum sínum í Rangers í úrslitaleik á Hampden Park.

Rangers var mikið sterkari aðilinn í leiknum og átti Celtic aðeins eitt skot á markið í öllum leiknum. Það skot endaði í markinu og var það Christopher Jullien sem skoraði.

„Algjörlega gegn gangi leiksins er Celtic komið yfir," sagði í textalýsingu BBC. „Endursýningar sýna það að Julien var rangstæður. Það er ekki VAR."

Rangers fékk vítaspyrnu þremur mínútum síðar. Jeremie Frimpong braut þá á Alfredo Morelos og fékk fyrir vikið rautt spjald. Alfredo Morelos fór á punktinn, en Fraser Forster sá við honum. Ekki dagurinn hans Morelos, en Forster var frábær í marki Celtic.

Ellefu leikmenn Rangers náðu ekki að jafna leikinn gegn tíu leikmönnum Celtic og lokatölur því 1-0 fyrir Celtic sem er að vinna þessa keppni í fjórða sinn í röð. Afar svekkjandi fyrir lærisveina Steven Gerrard í Rangers.

Tölfræði (af vef BBC):
Með boltann: Rangers 50% - 50% Celtic
Tilraunir: Rangers 16 - 5 Celtic
Tilraunir á mark: Rangers 7 - 1 Celtic
Horn: Rangers 11 - 1 Celtic
Brot: Rangers 19 - 11 Celtic
Athugasemdir
banner