Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. september 2006 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Landsbankadeild 2/12: Flestir töldu Tryggva bestan
Leikmenn Landsbankadeildarinnar telja Tryggva Guðmundsson bestan.
Leikmenn Landsbankadeildarinnar telja Tryggva Guðmundsson bestan.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd: Fótbolti.net - Steingrímur Valgarðsson
Flestir leikmanna Landsbankadeildarinnar telja að Tryggvi Guðmundsson leikmaður FH sé besti leikmaður deildarinnar en þetta kom fram þegar teknar voru saman niðurstöður í könnun sem Fótbolti.net framkvæmdi meðal leikmanna deildarinnar í vor þegar mótið var að byrja.

Tryggvi fékk 18% atkvæða þegar leikmennirnir voru spurðir hver þeir teldu að væri besti leikmaður Landsbankadeildarinnar.

Hann hafði talsverða yfirburði því þrír menn skiptu með sér 2-4 sætinu með 8%, þeir Guðmundur Benediktsson í Val, Ólafur Stígsson Fylki og Grétar Hjartarson framherji KR.

Tryggvi Guðmundsson sneri aftur til Íslands úr atvinnumennsku fyrir tímabilið í fyrra og gekk til liðs við FH. Á sínu fyrsta tímabili varð hann markahæsti leikmaður Landsbankadeildarinnar með 16 mörk í 17 leikjum.

Í ár hefur hans hlutverk hjá FH verið örlítið annað og hann hefur stundum leikið á miðri miðjunni. Hann hefur þó skorað 7 mörk í 15 leikjum og lagt upp nokkur mörk.

Besti leikmaður Deildarinnar ?
Tryggvi Guðmundsson 18%
Guðmundur Benediktsson 8%
Ólafur Stígsson 8%
Grétar Hjartarson 8%
Sinisa Kekic 7%
Marel Baldvinsson 6%
Auðunn Helgason 5%
Gunnlaugur Jónsson 4%
Viktor Bjarki Arnarsson 4%
Atli Jóhannsson 3%
Þórður Guðjónsson 3%
Aðrir 26%

Meðal þeirra sem voru nefndir: Arnar Gunnlaugsson, Ármann Smári Björnsson, Daði Lárusson, Bjarni Guðjónsson, Haukur Ingi Guðnason, Jónas Guðni Sævarsson, Ragnar Sigurðsson, Tommy Nielsen, ofl.

Í maí 2006 lagði Fótbolti.net könnun fyrir alla leikmenn Landsbankadeildarinnar. Svarhlutfallið var mjög gott því 175 leikmenn deildarinnar svöruðu könnuninni. Nú höfum við unnið úr niðurstöðum könnunarinnar og á næstu dögum munum við birta daglega fróðlegar upplýsingar sem þar komu fram. Klukkan 12:00 á hádegi alla daga fram að lokaumferð deildarinnar 23. september mun birtast hér á síðunni nýr moli úr könnuninni.

Sjá einnig:
Landsbankadeild 1/12: Skemmtilegasti og erfiðasti völlurinn
Athugasemdir
banner
banner