Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. júní 2007 12:10
Magnús Már Einarsson
Aaron Burns farinn frá Aftureldingu
Fá bandarískan framherja
Aaron í leik með Aftureldingu gegn Sindra síðastliðið föstudagskvöld.
Aaron í leik með Aftureldingu gegn Sindra síðastliðið föstudagskvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Framherjinn Aaron Burns sem kom til Aftureldingu frá varaliði Manchester United fyrir viku síðan er farinn frá 2.deildarliðinu til síns heima þar sem hann var með heimþrá. Afturelding sem er í öðru sæti í annarri deild karla mun í hans stað fá framherjann Asmir Pervan frá Bandaríkjunum.

,,Hann er fínn spilari enda kemur hann frá stórum klúbb á Englandi þar sem hann var að spila með varaliðinu og hann hefur alveg getuna. Hann saknaði heimalandsins og þá er ekki hægt að búast við því að það komi mikið út úr því sem hann er að gera," sagði Ólafur Ólafsson þjálfari Aftureldingar við Fótbolta.net í dag um Aaron Burns.

Aaron lék tvo leiki með Aftureldingu, gegn Magna og Sindra og skoraði gegn fyrrnefnda liðinu. Hann mun fara til Cardiff City á reynslu um miðjan júlí en hann fékk ekki nýjan samning hjá Manchester United í vor.

Eins og fyrr segir mun Afturelding fá framherjann Asmir Pervan en liðið mætir Selfyssingum í sjöundu umferðinni í annarri deildinni á föstudagskvöldið.

Sjá einnig:
Frá Old Trafford í Mosfellsbæ: Viðtal við Aaron Burns
Athugasemdir
banner
banner