Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. mars 2021 21:57
Brynjar Ingi Erluson
England: Gylfi Þór lagði upp sigurmark Everton
Richarlison fagnar marki sínu ásamt leikmönnum Everton
Richarlison fagnar marki sínu ásamt leikmönnum Everton
Mynd: Getty Images
Everton 1 - 0 Southampton
1-0 Richarlison ('9 )

Everton vann annan leik sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni er liðið lagði Southampton að velli á Goodison Park, 1-0. Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Everton í kvöld en hann lagði upp sigurmark liðsins.

Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og komust yfir strax á 9. mínútu leiksins. Jordan Pickford átti þá langt spark fram völlinn á Dominic Calvert-Lewin. Hann kom boltanum áleiðis á Gylfa sem átti frábæra sendingu inn fyrir teiginn á RIcharlison sem tók eina snertingu áður en hann skoraði framhjá Fraser Forster í markinu.

Þriðja stoðsending Gylfa í deildinni á þessari leiktíð og þriðji leikurinn í röð sem Richarlison skorar fyrir Everton.

Michael Keane taldi sig hafa komið Everton í 2-0 á 26. mínútu er hann stangaði boltann í netið eftir sendingu frá Mason Holgate en eftir að VAR skoðaði atvikið kom í ljós að Holgate var í rangstöðu er boltinn barst til hans og markið því dæmt af.

Leikmenn Southampton reyndu að setja pressu á Everton undir lok leiksins og þurfti Pickford að hafa sig allan í að verja skot frá Jannik Vestergaard eftir hornspyrnu. Everton tókst þó að halda út og góður 1-0 sigur í höfn.

Everton er með 43 stig í 7. sæti eða jafnmörg stig og Liverpool en þeir bláklæddu eiga þó leik til góða og eiga því möguleika á að komast upp fyrir granna sína. Southampton er á meðan í 14. sæti með 30 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner