Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. mars 2021 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Mætast Liverpool og Leipzig aftur í Búdapest?
Mynd: Getty Images
Miklar líkur eru á því að Liverpol og RB Leipzig mætist öðru sinni á Puskás-leikvanginum í Búdapest en það er Paul Joyce, íþróttafréttamaður Times, sem greinir frá þessu.

Leipzig spilaði heimaleik sinn við Liverpool í Búdapest þar sem enska liðið fékk ekki undanþágu á að spila í Þýskalandi vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Liverpool vann þann leik 2-0 en liðin eiga að mætast öðru sinni á miðvikudaginn í næstu viku.

Liðin eiga að mætast á Anfield en nú er útlit fyrir að liðin spili aftur í Búdapest.

Ef leikmenn Leipzig ferðast til Bretlandseyja neyðast leikmenn og starfslið þess að fara í tíu daga sóttkví við komuna til Þýskalands og því virðist fátt annað í stöðunni en að leikurinn verði spilaður í Ungverjalandi.

Það kom til greina að spila á heimavelli Feyenoord í Rotterdam í Hollandi eða á heimavelli Udinese á Ítalíu en félögin hafa þó komist að samkomulagi um að spila aftur í Búdapest.

Þýsk stjórnvöld hafa verið að undirbúa tilslakanir á ferðabanni fundað verður á föstudag og mun þá endanleg niðurstaða liggja fyrir um hvar leikurinn verður spilaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner