Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 01. apríl 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Munu Griezmann og Neymar skipta?
Neymar.
Neymar.
Mynd: Getty Images
Barcelona vonast til að ná samkomulagi við Paris Saint-Germain um að skipta á Neymar og Antoine Griezmann í sumar. Þetta segir Sky Sports.

Barcelona er tilbúið að leyfa Griezmann að fara eftir aðeins eitt tímabil hjá félaginu, til þess að fjármagna kaup á Neymar og Lautaro Martinez, sóknarmanni Inter.

Griezmann er sagður metinn á 88 milljónir punda og Neymar á 135 milljónir punda. Ef PSG hefur ekki áhuga á skiptum þá mun Barcelona leitast eftir því að selja Griezmann annað.

Griezmann, sem er 29 ára, skorað 14 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum fyrir Barcelona. Hann var keyptur frá Atletico Madrid fyrir 120 milljónir evra síðasta sumar.

Neymar er 28 ára og lék með Barcelona frá 2013 til 2017 áður en hann fór til PSG fyrir þar sem er enn heimsmetsfé - 222 milljónir evra.

Það er þó spurning hvort að svona dýr félagskipti muni ganga upp á næstunni, en kórónuveiran hefur orðið til þess að hlé hefur verið gert á fótbolta um alla Evrópu. Kórónuveirufaraldurinn kemur til með að hafa mikil fjárhagsleg áhrif á knattspyrnufélög.

Sjá einnig:
Messi segir að leikmenn Barcelona hafi samþykkt yfir 70% launaskerðingu
Athugasemdir
banner
banner