Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. apríl 2021 10:30
Innkastið
„Illa vegið að Hólmberti með þessu"
Icelandair
Hólmbert kom inn af bekknum í gær.
Hólmbert kom inn af bekknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er áfellisdómur á Hólmbert Aron," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu hér á Fótbolta.net.

Margir bjuggust við að Hólmbert Aron Friðjónsson yrði í byrjunarliði Íslands gegn Liechtenstein í gær en Sveinn Aron Guðjohnsen, sem kom upp úr U21 landsliðinu fyrir leikinn, var frekar valinn.

„Ég bjóst 100% við Hólmberti í liðinu þrátt fyrir að Svenni hafi verið kallaður upp. Mér hefði þótt eðlilegt að gefa Svenna 20 mínútur í þessum leik, ef þú vilt koma inn í einhvern leik þá er það Liechtenstein. Já mér fannst illa vegið að Hólmberti með þessu verð ég að segja," segir Tómas Þór Þórðarson í þættinum.

Ísland vann 4-1 en hvernig fannst Tómasi frammistaða Sveins?

„Mér fannst hún ekkert sérstök, miðað við hvað hann er í góður í teignum. Hann er svolítið ryðgaður en samt með tvo byrjunarliðsleiki undir beltinu frá U21 mótinu. Það var örugglega eitthvað stress í honum að spila sinn fyrsta leik, pabbi aðstoðarþjálfari og hann mættur sem þriðji ættleiður í einni stærstu fótboltafeðgafjölskyldu Íslands."

Eiður Smári Guðjohnsen hefur farið yfir byrjunarliðið í útsendingum RÚV en í ljósi þess að sonur hans byrjaði leikinn var Lars Lagerback í því hlutverki ´igær.

„Þetta voru skrítnar aðstæður fyrir alla aðila og Lars var fenginn til að útskýra þetta byrjunarlið. Þetta var allt skrítið," sagði Gunnar.

„Leitin að níunni er svo umræðuefni," sagði Magnús Már Einarsson. „Það er enginn framherji sem kemst á blað í þessum glugga, þrír leikir. Það er áhyggjuefni. Alfreð ekki með en þeir leikmenn sem spiluðu frammi náðu ekki að skora.":

„Ég er ekki að halda niðri í mér andanum eftir Alfreð Finnbogasyni í haust. Hann er að glíma við einhver svakalega þráðlát meiðsli. Hann er á þeim aldri að ef hann er eitthvað tæpur þá velur hann félagsliðið, sem er skiljanlegt. Hann er að reyna að framlengja sinn feril og er skynsamur. Ég bið til himna að meiðsli hans fari að lagast en því miður getum við ekki búist við honum," sagði Tómas Þór.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í valið á Sveini eftir leikinn í gær en hann sagði þá að valið hefði staðið milli hans og Hólmberts.
Innkastið - Hverjir spila í september?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner