Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. apríl 2021 18:29
Victor Pálsson
Richarlison eyddi skilaboðum til Thiago - Fékk ekkert svar til baka
Mynd: Getty Images
Richarlison, leikmaður Everton, segir að Thiago, miðjumaður Liverpool, hafi ekki tekið afsökunarbeiðni frá sér í október.

Richarlison fékk beint rautt spjald í 2-2 jafntefli þessara liða í október en hann braut þá groddaralega á Thiago.

Brassinn fór á Instagram eftir leikinn og bað þar Thiago afsökunar en fékk aldrei svar til baka.

Richarlison ákvað síðar að eyða þessum skilaboðum en þeir tveir mættust svo aftur í febrúar er Liverpool tapaði, 1-0.

„Í fyrri viðureigninni þá tæklaði ég Thiago og fékk rautt spjald. Guð minn góður," sagði Richarlison.

„Ég fór síðar á Instagram til að biðjast afsökunar en hann sá bara skilaboðin. Ég hugsaði um að eyða skilaboðunum þar sem hann vildi ekki svara."

„Ég ákvað svo að fara aftur og eyða þeim. Hann svaraði aldrei. Svo spiluðum við grannaslaginn um daginn og hann vildi ekki horfa á mig. Ég horfði heldur ekki á hann. Hann hundsaði mig."
Athugasemdir
banner
banner