Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. maí 2020 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fellaini lánar sínu fyrrum félagi 2,6 milljónir punda
Marouane Fellaini.
Marouane Fellaini.
Mynd: Getty Images
Marouane Fellaini, leikmaður Shandong Luneng í Kína, ætlar að hjálpa sínu fyrrum félagi Standard Liege með því að lána þeim 2,6 milljónir punda.

Standard var nú þegar í fjárhagsvandræðum fyrir kórónuveirufaraldurinn og er staðan orðin mikið verri núna.

Standard var í hættu á að vera sent úr belgísku úrvalsdeildinni vegna ógreiddra launa og þess háttar, og hefur félagið leitar til fyrrum leikmanna sinna.

Belgískir fjölmiðlar greina frá því að Fellaini, sem er fyrrum leikmaður Manchester United og Everton, ætli að rétta fram hjálparhönd ásamt Axel Witsel, leikmanni Borussia Dortmund.

Witsel hefur lagt fram 1,3 milljón punda til að kaupa leikvang félagsins og lána hann til Standard aftur.

Sjá einnig:
Búið að bjarga félagi Ara Freys
Athugasemdir
banner
banner
banner