lau 01. maí 2021 13:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daði Freyr líklega á leið í Vestra
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Markvörðurinn Daði Freyr Arnarsson er líklegast á leið til Vestra á láni frá FH. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net. Hann hefur einnig verið orðaður við bæði KA og Þór á Akureyri.

Daði er 22 ára gamall og er uppalinn fyrir vestan. Hann lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með BÍ/Bolungarvík árið 2015 og gekk í raðir FH eftir það tímabil.

Fyrir tímabilið 2017 fór hann að láni til Vestra og einnig fyrir tímabilið 2018. Árið 2019 fékk hann tækifærið í fimmtán leikjum með FH í Pepsi Max-deildinni en lék einungis einn leik í deildinni í fyrra. Gunnar Nielsen er aðalmarkvörður FH.

Tómas Þór Þórðarson sagði í útvarpsþættinum Fótbolta.net að Daði væri á leið í Vestra, hann hafi fengið skilaboð sem segðu til um það. Elvar Geir Magnússon sagði þá að Spánverjinn, Diego Garcia, sem Vestri hafi fengið til sín hafi ekki litið vel út í undirbúningi fyrir mótið. Þeir Tómas og Elvar eru stjórnendur þáttarins.

Atli Gunnar Guðmundsson er líklega að skrifa undir samning við FH og mun vera til vara fyrir Gunnar í fjarveru Daða.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Daði Freyr Arnarsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner