Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 12:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað gerðist hjá Mario Götze?
Mario Götze.
Mario Götze.
Mynd: Getty Images
Götze skoraði sigurmarkið í úrslitaleik HM 2014, en síðan þá hefur lítið verið að frétta inn á fótboltavellinum.
Götze skoraði sigurmarkið í úrslitaleik HM 2014, en síðan þá hefur lítið verið að frétta inn á fótboltavellinum.
Mynd: Getty Images
Götze yfirgefur Dortmund í sumar þegar samningur hans rennur út.
Götze yfirgefur Dortmund í sumar þegar samningur hans rennur út.
Mynd: Getty Images
Það var tilkynnt í síðasta mánuði að Mario Götze sé á förum frá Borussia Dortmund eftir tímabilið.

Götze þótti einn efnilegasti leikmaður í heimi þegar hann kom upp hjá Dortmund fyrir um tíu árum síðan. Hann var lykilmaður í liði Dortmund sem vann þýsku úrvalsdeildina 2011 og 2012, en svo tók hann þá ákvörðun að fara til Bayern München árið 2013. Síðan þá hefur lítið gengið hjá Götze inn á fótboltavellinum, að undanskildu marki sem hann skoraði í úrslitaleik HM 2014 - marki sem tryggði Þýskalandi Heimsmeistaratitil.

Götze, sem verður 28 ára í þessum mánuði, rennur út á samningi í sumar og mun þá leita sér að nýju félagi.

Af hverju hefur Götze ekki náð að halda áfram þeirri vegferð sem hófst þegar hann var ungur leikmaður hjá Dortmund? Af hverju hefur ekki ræst almennilega úr honum? Það er fjallað um niðursveifluna á ferli Götze á vefsíðu Goal.

Unglingurinn Götze var sérstakur leikmaður. Hann var gáfaður, snöggur, skapandi og framúrskarandi á tæknilega sviðinu, kjörinn fótboltamaður á 21. öldinni. "Super Mario" var hann kallaður í Bild og hann fékk alls konar hrós úr öllum áttum. „Vandamálið er að ungi Götze er núna gamli Götze," skrifar Jones. Fótbolti færist áfram á fleygiferð og Götze hefur ekki alveg náð að halda í við hann. Meiðsli og veikindi hafa tekið sinn toll á Götze, þá aðallega efnaskiptasjúkdómur sem herjaði á hann árið 2017. Það hefur haft mikil áhrif á hraða hans og snerpu.

Götze hefur verið gagnrýndur í heimalandi sínu fyrir að vera of mikið á samfélagsmiðlum eins og TikTok og Instagram, en svo er það líka það að besta staða hans er tían, í holunni fyrir aftan sóknarmanninn, en það eru ekki mörg lið sem spila með þá stöðu enn í dag. Dortmund er ekki eitt af þeim liðum. „Hann hefur ekki styrkinn til að spila sem sóknarmaður, eða hraðann til að spila sem kantmaður. Hans besta staða er tían, en hversu mörg lið spila með þá stöðu?" segir einn heimildarmaður við Goal.

Götze hefur hvað mest verið orðaður við félög á Ítalíu, en einnig hafa félög á Englandi verið nefnd til sögunnar. Jurgen Klopp og Götze hafa átt gott samband, en Liverpool er ekki möguleiki. Það var möguleiki árið 2016, en ekki lengur. Sú lest er löngu farin.

Hvar sem hann endar, þá er vonin sú að hann nái að finna aftur eitthvað af þeim töfrum sem hann bjó yfir í upphafi ferilsins. Þegar hann kom inn á í úrslitaleik HM 2014 sagði Joachim Löw: „Sýndu heiminum að þú ert betri en Messi."

Fyrir langa löngu var ekkert svo skrítið að segja það.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner