Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ighalo verður hjá Man Utd fram á næsta ár (Staðfest)
Verður hjá félaginu til 31. janúar 2021
Odion Ighalo.
Odion Ighalo.
Mynd: Getty Images
Lánssamningur Odion Ighalo við Manchester United verður framlengdur fram í janúar.

Þetta segir Ítalinn Fabrizio Romano, en þegar hann setur eitthvað frá sér er varðar félagaskipti eða leikmannamál í fótbolta, þá er það yfirleitt satt.

Romano segir að Manchester United sé búið að ná samkomulagi við kínverska félagið Shanghai Shenhua um áframhaldandi lánssamning fram í janúar. Romano segir að þetta verði gert formlegt innan skamms.

Frammistaða Ighalo frá því hann kom í janúar síðastliðnum hefur verið til fyrirmyndar en hann hefur gert fjögur mörk og lagt upp eitt í átta leikjum með United. Stuðningsmenn félagsins eru mjög hrifnir, þá sérstaklega í ljósi þess að hann er sjálfur mikill stuðningsmaður Manchester United og er tilbúinn að leggja mikið á sig fyrir félagið.

Ighalo er þrítugur. Hann spilaði áður í ensku úrvalsdeildinni með Watford frá 2014 til 2017, áður en hann fór til Kína.

Uppfært: Manchester United hefur staðfest þessi tíðindi.



Athugasemdir
banner
banner
banner