Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 01. júní 2020 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Kick It Out hvetur leikmenn til að krjúpa vegna Floyd
Thuram fagnaði marki gegn Union Berlin með því að krjúpa.
Thuram fagnaði marki gegn Union Berlin með því að krjúpa.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mikil átök eru í Bandaríkjunum um þessar mundir í kjölfar valdníðslu lögreglumanna sem olli dauða George Floyd. Þetta var aðeins eitt af mörgum morðum sem lögreglan hefur framið á hörundsdökkum Bandaríkjamönnum í gegnum tíðina og dropinn sem fyllti mælinn.

Mótmæli ríkja um öll Bandaríkin og hafa harkaleg viðbrögð lögreglunnar vakið óhug víða um heim. Leikmenn þýsku deildarinnar sýndu George Floyd og baráttunni gegn kynþáttafordómum stuðning með ýmsum hætti um helgina og gætu átt refsingu yfir höfði sér. Ekki má blanda pólitík við fótbolta og eru knattspyrnuyfirvöld í Þýskalandi með málið til rannsóknar.

Leikmenn Liverpool krupu á æfingu í dag til að minnast Floyd og vakti sá gjörningur mikla athygli. Samtökin Kick It Out, sem berjast gegn fordómum í knattspyrnuheiminum, hvetja leikmenn á Englandi til að fara að fordæma þýsku kollega sinna.

„Ég vona að knattspyrnuyfirvöld í Þýskalandi refsi ekki leikmönnum. Ég sé ekki hvernig Marcus Thuram gerði eitthvað af sér, hann kraup bara. Þetta er eitthvað sem allir leikmenn ættu að gera þegar þeir fagna marki. Ekki bara svartir leikmenn heldur líka hvítir," segir Sanjay Bhandari, stjórnarformaður Kick It Out.

„Ég hvet alla leikmenn til að mótmæla ef þeir vilja en gera það á hátt sem leiðir ekki til refsingar. Það nægir að krjúpa, ef allir gera það geta skilaboðin verið gríðarlega sterk."

Jadon Sancho, ungstirni Borussia Dortmund, fékk gult spjald þegar hann fór úr treyjunni til að sýna skilaboð til stuðnings Floyd og baráttunni gegn kynþáttafordómum.

„Ég vil hvetja knattspyrnuyfirvöld og félög til að sýna þessu máli skilning. Þetta snýst ekki um pólitík, þetta snýst um rétt og rangt. Þetta er maður sem var myrtur af lögregluþjóni. Þetta snýst um réttlæti fyrir hann og aðra sem voru myrtir. Þetta er ekki pólitískt."

Sjá einnig:
Marcus Thuram heiðraði minningu George Floyd
Fyrsta þrenna Sancho súrsæt: Við erum sterkari saman
Rose stoltur af Thuram: Skilaboðin komust til skila
Rangt að refsa Sancho fyrir „Justice for George Floyd"
Leikmenn Liverpool senda öflug skilaboð
Rashford með sterk skilaboð: Við skiptum málii
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner