Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   fim 01. júní 2023 15:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir að Kelleher þurfi að fara frá Liverpool
Kelleher.
Kelleher.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varði mark Liverpool í vítaspyrnukeppni gegn Chelsea í fyrra.
Varði mark Liverpool í vítaspyrnukeppni gegn Chelsea í fyrra.
Mynd: EPA
Stephen Kenny, landsliðsþjálfari Írlands, er á þeirri skoðun að Caoimhin Kelleher þurfi að yfirgefa Liverpool í sumar til að geta orðið enn betri leikmaður.

Kelleher er 24 ára markvörður sem er í því hlutverki að vera varamarkvörður Alisson hjá Liverpool og berst við Gavin Bazunu um byrjunarliðssætið í landsliðinu.

Framundan eru leikir hjá írska landsliðinu gegn Grikklandi og Gíbraltar og var Kenny spurður út í Kelleher á fréttamannafundi. Kelleher varði mark Liverpool í úrslitaleik deildabikarsins í fyrra en spilaði einungis fjóra leiki á liðinni leiktíð.

Kenny býst við því að Kelleher söðli um og fari frá Liverpool í sumar.

„Ég býst fastlega við því. Það er venjulega ekki eðlilegt að tala um félagaskipti leikmanna, en hann er á þeim stað að vera á eftir einum besta markverði heims í goggunarröðinni og þetta verður ekkert auðveldara fyrir hann."

„Hann hefur ekki efni á því að spila ekki. Hann veit það og hefur vitað það í talsverðan tíma. Þetta er ekki auðvelt. Það er ferli sem þú ferð í gegnum hjá félagi eins og Liverpool og það kæmi ekki á óvart ef hann fer í sumar."

„Ég held hann sé tilbúinn í að fara og spila reglulega því hann þarf á því að halda. Það er erfitt að fara frá Liverpool, það er sérstakt félag, en hann er ekki svo ungur núna. Hann er 24 ára og þarf að spila og hann veit það,"
sagði Kenny.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner