Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. júlí 2020 19:29
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Young og Sanchez skinu er Inter skoraði sex gegn Birki
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Inter skoraði sex mörk gegn Birki Bjarnasyni og félögum í Brescia í kvöld. Birkir kom inn í hálfleik í stöðunni 3-0.

Alexis Sanchez og Ashley Young skinu í sigrinum þar sem þeir skoruðu eitt mark hvor og lögðu tvö upp.

Christian Eriksen kom inn af bekknum í síðari hálfleik. Hann skoraði og lagði upp og urðu lokatölur 6-0.

Inter er með tíu stig af tólf mögulegum eftir Covid pásu, átta stigum eftir toppliði Juventus þegar níu umferðir eru eftir. Brescia er á botninum, átta stigum frá öruggu sæti.

Inter 6 - 0 Brescia
1-0 Ashley Young ('5)
2-0 Alexis Sanchez ('20, víti)
3-0 Danilo D'Ambrosio ('45)
4-0 Roberto Gagliardini ('53)
5-0 Christian Eriksen ('83)
6-0 Antonio Candreva ('88)

Bologna og Cagliari gerðu þá 1-1 jafntefli. Musa Barrow skoraði fyrir Bologna í uppbótartíma fyrri hálfleiks og jafnaði Giovanni Simeone í upphafi síðari hálfleiks.

Bologna var betri aðilinn í leiknum og átti Alessio Cragno stórleik í marki Cagliari.

Eitt stig skilur liðin að um miðja deild. Þau eru sex stigum frá Evrópubaráttunni.

Bologna 1 - 1 Cagliari
1-0 Musa Barrow ('45)
1-1 Giovanni Simeone ('46)
Athugasemdir
banner
banner