Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 01. júlí 2022 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um Salah: Geggjaðar fréttir og ég brosi bara við tilhugsunina
Jürgen Klopp og Mohamed Salah
Jürgen Klopp og Mohamed Salah
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er í skýjunum með að Mohamed Salah hafi framlengt samning sinn við félagið en hann talaði við heimasíðu félagsins um nýja samninginn.

Salah gerði í dag nýjan langtímasamning við Liverpool eftir langar viðræður en hann mun þéna 350 þúsund pund.

Paul Joyce hjá Times segir að samningurinn sé til næstu þriggja ára en Salah verður launahæsti leikmaður Liverpool frá upphafi.

„Þetta er sérstakur glaðningur fyrir stuðningsmennina sem geta nú notið helgarinnar enn meira. Ég er viss um að það verða einhverjir sem fagna þessum fréttum í kvöld," sagði Klopp.

„Ég er rosalega ánægður með þetta. Þetta er best fyrir okkur og fyrir hann líka. Hann á heima hér og þetta er núna hans félag."

Stuðningsmenn héldu um tíma að Salah myndi ekki skrifa undir nýjan samning. Aðilarnir tókust á um launamálin en það hefur nú verið leyst.

„Auðvitað hefur þetta tekið sinn tíma og það er líka allt í hinu fínasta lagi. Góðir hlutir gerast hægt og það er alltaf þess virði að bíða eftir þeim. Mo er einn besti leikmaður heims, þannig það er eðlilegt að það taki sinn tíma að leysa svona mál. Ég vil hrósa Julian Ward og Mike Gordon sérstaklega fyrir að hafa komið okkur á áfangastað."

„Mo á bestu ár sín eftir hér og ég efast ekki um það. Það segir manni ýmislegt því það sem hann hefur gert á þessum fimm árum er hreint út sagt stórkostlegt."

„Hann er dýrkaður og dáður af liðsfélögum sínum. Við sem þjálfarar vitum að við erum að vinna með sérstökum leikmanni og stuðningsmennirnir eru þegar búnir að krýna hann sem kóng. Þannig þetta er mjög svalt."

„Þetta eru bara geggjaðar fréttir og ég brosi bara við tilhugsunina. Hann verður áfram hér og það þýðir að saman getum við afrekað meira,"
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner