Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 01. júlí 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Onana orðinn leikmaður Inter (Staðfest)
Onana er orðinn markvörður Inter.
Onana er orðinn markvörður Inter.
Mynd: EPA
Eitt verst geymda leyndarmál fótboltans var afhjúpað í dag þegar kamerúnski markvörðurinn Andre Onana samdi við Inter. Hann er 26 ára og kemur frá Ajax.

Onana er fenginn til að vera arftaki Samir Handanovic sem er 37 ára og skrifaði hann undir fimm ára samning við félagið.

Onana var hjá Ajax í sjö og hálft ár og spilaði 214 leiki í öllum keppnum fyrir hollenska stórliðið.

Hann missti sæti sitt í liðinu í febrúar í fyrra þegar hann fékk tólf mánaða bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Bannið var síðar stytt í níu mánuði eftir áfrýjun.

Onana hjálpaði Kamerún að vinna bronsverðlaun í Afríkukeppninni sem gestgjafar fyrr á árinu. Hann verður væntanlega aðalmarkvörður landsliðsins á HM í Katar seinna á árinu.

Onana neitaði að gera nýjan samning við Ajax og spilaði aðeins tíu aðalliðsleiki á síðasta tímabili. Hann verður fjórði Kamerúninn sem spilar fyrir Inter, á eftir Pierre Wome, Daniel Maa Boumsong og Samuel Eto'o.

Inter hafnaði í öðru sæti í ítölsku A-deildinni á síðasta tímabili, tveimur stigum á eftir erkifjendunum í ACC Milan. Inter hefur verið duglegt að styrkja sig í sumar, fékk Romelu Lukaku á láni frá Chelsea og keypti Kristjan Asllani frá Empoli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner