Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 01. ágúst 2020 19:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta: Þessir leikmenn gefast ekki upp
Arteta með bikarinn.
Arteta með bikarinn.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var hæstánægður eftir 2-1 sigur sinna manna á Chelsea í úrslitaleik FA-bikarsins í kvöld.

Arsenal vann Manchester City í undanúrslitunum og Chelsea í kvöld. Þetta er fyrsti titill Arteta með Arsenal en hann tók við liðinu í desember á síðasta ári.

„Þetta var erfið byrjun en ef það er eitthvað sem ég veit um leikmennina, þá er það að þeir gefast ekki upp," sagði Arteta kátur í viðtali eftir úrslitaleikinn.

„Við spiluðum líklega okkar bestu 30 mínútur frá því að ég tók við í þessum leik. Ég er stoltur að standa hér fyrir hönd þessara leikmanna og þessa félags."

„Þetta eru tvöföld verðlaun fyrir okkur. Það er mikilvægt fyrir þetta félag að vera í Evrópukeppni," sagði Arteta en Arsenal fer í Evrópudeildina með þessum sigri.

Vill móta liðið í kringum Aubameyang
Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal, skoraði bæði mörk liðsins í kvöld.

Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð hans þar sem samningur sóknarmannsins er að renna út á næsta ári. Hann vildi ekki tjá sig um framtíð sína sjálfur eftir leikinn en Arteta er vongóður að halda honum.

„Hann veit hvað mér finnst um hann," sagði Arteta um fyrirliðann. „Ég vil byggja hópinn í kringum hann. Ég held að hann vilji vera áfram og þetta snýst bara um að klára málið."

„Það elska hann allir hjá félaginu og vonandi verður hann áfram hjá okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner