Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 01. ágúst 2020 21:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kemur Tottenham í Kaplakrika?
Tottenham gæti dregist gegn FH í Evrópudeildinni.
Tottenham gæti dregist gegn FH í Evrópudeildinni.
Mynd: Getty Images
Eftir að Arsenal vann FA-bikarinn í kvöld er það ljóst að Tottenham, sem hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, kemur inn í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Vonir standa til að hefja forkeppnina seint í ágúst, um það leyti þegar núverandi keppni lýkur. Það er ef allt fer að óskum.

Dale Johnson, fréttamaður ESPN, segir frá mögulegum mótherjum Tottenham í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Eitt þeirra félaga er FH.

FH þarf að komast í gegnum 1. umferðina í forkeppninni til að eiga möguleika á að mæta Tottenham. Það verða ekki tveir leikir í forkeppninni eins og venjan er, heldur einn og verður dregið um það hvaða lið á heimaleik. Þetta er auðvitað vegna kórónuveirufaraldursins.

Breiðablik, Víkingur og FH fara fyrir hönd Íslands í Evrópudeildina þetta árið og KR í forkeppni Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner