Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. ágúst 2020 13:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Úrvalslið vikunnar í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins
Daníel Hafsteinsson í leiknum gegn Þór.
Daníel Hafsteinsson í leiknum gegn Þór.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Óli Íshólm úr Fram er í markinu.
Óli Íshólm úr Fram er í markinu.
Mynd: Raggi Óla
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag var opinberað sérstakt úrvalslið vikunnar úr leikjum 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins.

Tvö Lengjudeildarlið eru komin áfram í 8-liða úrslitin; ÍBV og Fram. Eyjamenn unnu KA í framlengdum leik og er Helgi Sigurðsson þjálfari vikunnar.

Sito var valinn maður leiksins en hann skoraði fyrsta markið í 3-1 sigri og var sífellt ógnandi. Jón Ingason var eins og klettur í vörninni og er einnig í úrvalsliðinu.



Fram vann Fylki í framlengdum leik. Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, varði oft frábærlega í leiknum og var verðskuldaður maður leiksins gegn uppeldisfélagi sínu. Þrátt fyrir að hafa komið inn sem varamaður þá er Tryggvi Snær Geirsson einnig í úrvalsliðinu. Hann gaf sóknarleik Framara nýtt líf.

Stjarnan sló út ríkjandi bikarmeistara Víkings. Varnarmaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson og miðjumaðurinn Alex Þór Hauksson eru fulltrúar Garðbæinga í úrvalsliðinu.

Varnarmaðurinn Guðmundur Þór Júlíusson var valinn maður leiksins þegar HK vann Aftureldingu 6-2. Hann skoraði tvö af mörkum HK í leiknum. Þá er Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, í úrvalsliðinu eftir 2-0 sigur gegn Fjölni.

Breiðablik skellti Gróttu 3-0. Kwame Quee og Gísli Eyjólfsson skoruðu báðir í leiknum. Svo er Daníel Hafsteinsson fulltrúi FH eftir sigur gegn Þórsurum.
Bikaryfirferð - ÍBV og Fram að gera gott mót
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner