Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. ágúst 2021 19:52
Victor Pálsson
Svíþjóð: Jón Guðni byrjaði í jafntefli - Valgeir og Óskar komu inná
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hammarby er í baráttu um Evrópusæti í Svíþjóð en þurfti að sætta sig við eitt stig á útivelli í dag.

Hammarby er í baráttu um Evrópusæti í Svíþjóð en þurfti að sætta sig við eitt stig á útivelli í dag.

Hammarby gat komist í þriðja sæti deildarinnar með sigri en Ostersunds er í harðri fallbaráttu og er fjórum stigum frá öruggu sæti.

Fyrr í dag komu tveir Íslendingar inná hjá liði Hacken sem tapaði 2-1 gegn toppliði Djurgarden.

Óskar Sverrisson spilaði 14 mínútur í tapinu og kom Valgeir Lunddal Friðriksson inná þegar fjórar mínútur voru eftir.

Hacken er um miðja deild eftir 13 umferðir og er sex stigum frá fallsæti og sjö stigum frá Evrópusæti.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner